Fréttir

Kerruferð

Sælir kæru Mánafélagar

Næstkomandi helgi, 16. og 17. apríl ætlum við að bregða okkur af bæ og keyra fákum okkar til Mosfellsbæjar. Við ætlum að hittast á laugardaginn við reiðhöll Harðar kl 14:00 og þegar allir eru klárir ríðum við í Laxnes. Eftir góða áningu í Laxnesi, þar sem við ætlum að grilla okkur pulsur, ríðum við svo til baka að Hrísbrú þar sem hægt verður að skilja hestana eftir í hólfi með heyrúllu.

Á sunnudaginn ætlum við svo að hittast við hólfið kl 14:00. Þegar allir eru klárir ríðum við frá Reykjum í Mosfellsdal, gegnum Almannadal og endum ferðina hjá Fáki í Víðidalnum. Gerum ráð fyrir að vera í Víðidal um kl 18:00.

Athugið að gert er ráð fyrir að þetta sé einhesta ferð.

Við viljum biðja alla þá sem ætla að taka þátt í ferðinni að skrá sig með því að  skilja eftir nafn í athugasemdum á Facebook síðu félagsins eða hafa samband við Kristmund í síma 8933191 fyrir fimmtudag. Skráning er nauðsynleg hvort sem félagar eru með sína kerru eða ekki.

Við erum búin að fá bíl sem tekur 10 hesta fyrir þá sem ekki hafa aðgang að kerru. Gjaldið er 5000 kr per hest báðar leiðir, fyrstur kemur fyrstur fær.

Hlökkum til að sjá sem flesta.