Fréttir

Kríuhátíðin 2014

Þolreið – Grill - Gleði

Skráning er í fullum gangi í Þolreið Kríunnar þann 10 maí næstkomandi hjá Herði í síma 897 7643, miðað er við að skráningu verði lokið miðvikudaginn 7 maí. Áhugasömum er bent á að hámark á fjölda skráinga eru 20 keppendur og þeim sem eru lengra að komnir standa til boða hesthúspláss ef á þarf að halda. Minnum á glæsilega vinninga, aðalavinningur er flugfar út í heim með Flugleiðum en að auki gefa Fóðurblandan og Lögmenn á Suðurlandi fleiri verðlaun.
Dagurinn verður samfelldur hátíðisdagur. Klukkan 17.00 verður fýrt upp í grillinu þar sem Guðjón Þór Guðmundsson matreiðslumeistari mun standa við grillið og framreiða gómsætar grillsteikur. Um kl. 20.00 mæta svo feðgarnir Labbi (í Mánum) og Bassi (kærastinn), þeir feðgar eru magnaðir tónlistarmenn og halda uppi stemmingu eins og þeim einum er lagið. Það verður því ekta hestamannastemming á Kríunni fram á nótt og athugið að það ekki rukkað við innganginn.
Eins og sjá má er tilvalið fyrir nærsveitunga að söðla sína hesta og koma ríðandi á Kríuhátíðina, nóg pláss til að taka á móti hrossum, en fyrir þá sem eiga lengra að sækja er þetta frábær bíltúr í sveitina. Komum nú saman hestamenn, fylgjumst með þessari frábæru keppnisgrein fyrir íslenska hestinn, fögnum vori saman og gerum eitthvað skemmtilegt.
Dagskrá Þolreiðar laugardaginn 10 maí 2014
kl 11.00 Fundur með keppendum, morgunkaffi og reglur kynntar
kl 11.30 Dýralæknaskoðun
Kl 12.00-14.00 Súpa og brauð í Kríunni
kl 14.00 Þolreið ræst
kl. 15.00 – 16.00 Keppandur koma í mark
Kl. 15.00 – 16.00 Púlsmæling og dýralæknaskoðun eftir keppni
16.30 Verðlaunaafhending
17.00 Grillveisla með keppendum og gestum
20.00 Feðgarnir Labbi (í Mánum) og Bassi (Kærastinn) mæta og halda uppi stemmingu fram á kvöld.