Fréttir

Kvennareið Mána

miðvikudaginn 13. maí kl. 18:00

Kæru Mánakonur.

Nú er komið að okkar árlegu kvennareið en hún verður miðvikudaginn 13. maí. Að þessu sinni ætlum við að ríða út í Ásgarð en þar mun Ransý taka vel á móti okkur. Ætlunin er að stoppa vel í Ásgarði til að hvíla hesta og konur en fín aðstæða er á staðnum. Hjá Ransý verður boðið upp á heita og ljúffenga kjúklingasúpu ásamt meðlæti. Drykkir verða til sölu á staðnum gegn vægu gjaldi.

Skráning í reiðina fer fram í Mánahöllinni mánudaginn 11. maí frá kl. 19:00-20:00. Vinsamlegast virðið skráningartíma m.a. vegna skorts á kjúklingabringum 🙂

Frítt er fyrir skuldlausar Mánakonur í ferðina en 1000 kr. fyrir aðrar konur.

Lagt verður af stað stundvíslega kl. 18:00 frá Mánahöll.

Þema ferðarinnar er gleði og gaman 🙂

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Kveðja,

Halla og Helga Hildur