Fréttir

Landslið Íslands

Landssamband Hestamannafélaga hefur valið landslið Íslands 2019.

Það er gaman frá því að segja að 3 knapar í landsliðinu eru uppaldir Mánafélagar.

Það eru systkinin Ásmundur Ernir Snorrason og Jóhanna Margrét Snorradóttir en þau hafa verið í félaginu frá blautu barnsbeini og keppa enn fyrir Mána.

Frænka þeirra, Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, var valin í landslið U21 og er einnig uppalin í Mána þó hún keppi nú fyrir Sleipni á Selfossi.

Hestamannafélagið Máni óskar knöpunum til hamingju með frábæran árangur og óskar þeim góðs gengis á komandi keppnisári.

Hægt er að skoða eftirfarandi fréttir á lhhestar.is

https://www.lhhestar.is/is/frettir/breyttar-aherslur-i-afreksmalum-lh

https://www.lhhestar.is/is/frettir/u21-landslidshopur-lh