Fréttir

Landsmótspeysur

Mána 2014

Líkt og undanfarin Landsmótsár hefur Hestamannafélagið ákveðið að bjóða Mánamönnum upp á að kaupa peysur. Að þessu sinni er um að ræða peysur frá 66°Norður. Peysan heitir Vík og er svört og með merki félagsins. Peysan kemur í herra-, dömu- og barnastærðum. Verðið á fullorðinspeysunum er kr. 13.000 og barnapeysurnar kosta kr. 7000.
Mátun og pantanir fara fram í reiðhöllinni mánudaginn 2. júni og þriðjudaginn 3. júní frá kl. 20:00-21:00. Einnig er hægt að hafa samband við Helgu Hildi í síma 848-1268 og Höllu í síma 863-6222.