Fréttir

Landsþing LH 2018

61. landsþing Landssambands Hestamanna fór fram dagana 12. og 13.október sl. hjá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri.

Máni sendi 5 fulltrúa norður á þingið.

Þingið fór vel fram, kosið var um formann og nýja stjórn LH. Sitjandi formaður var kosinn áfram með naumum meirihluta og breyting varð á stjórn LH. Meðal annars var Mánafélagi kosinn í aðalstjórn LH en það er hún Sóley Margeirsdóttir sem hefur starfað í varastjórn LH undanfarin ár. Við óskum henni til hamingju með kosninguna.

Leitað var til Mána um að halda Íslandsmót 2019 ásamt félögunum á höfuðborgarsvæðinu þ.e. Fáki, Spretti, Herði, Sörla, Sóta og Adam. Samþykkt var að taka þátt í því.

Allar upplýsingar um landsþingið er á eftirfarandi slóð: https://www.lhhestar.is/is/gogn/landsthing-1/2018

Kveðja

Stjórn Mána