Fréttir

Ljósmyndasýning Mána

Kæru félagar.

Í tilefni af 50 ára afmæli Mána verður sett upp glæsileg ljósmyndasögusýning í bíósal DUUS húsa laugardaginn 31.október n.k. kl. 14.00.
Þar er sögu félagsins gerð skil í máli og myndum frá stofnun félagsins 1965.  Myndir sem félagsmenn hafa tekið frá viðburðum félagsins og félagsmanna, m.a. kappreiðum, mótum, hestaferðum, sleppitúrum, skemmtunum og fleira.

Sýningin er samstarfsverkefni Mána og Byggðasafns Reykjanesbæjar og verður hún opin út árið.

Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna á laugardaginn kl. 14 í bíósal DUUS húsa og vera viðstadda opnun sýningarinnar og endilega taka með sér gesti.