Fréttir

Máni – fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Máni hefur verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ síðan 2003. Félagið var eitt af fyrstu fyrirmyndarfélögum ÍSÍ og var fyrsta hestamannafélagið sem hlaut þá viðurkenningu.

Á aðalfundi Mána þann 20.nóvember sl. fengum við endurnýjun en félagið hefur endurnýjað viðurkenninguna á 4 ára fresti.

Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ afhenti formanni okkar, Gunnari Eyjólfssyni viðurkenninguna ásamt fána Fyrirmyndarfélags ÍSÍ.

http://isi.is/frettir/frett/2018/11/21/Mani-Fyrirmyndarfelag-ISI/