Fréttir

Miðnæturreið út að Garðskaga

Ferðanefnd Mána hefur skipulagt miðnæturreið, samkvæmt dagsrá, út að Garðskagavita  laugardaginn 30. maí nk.  Lagt verður af stað kl. 20:00 frá Reiðhöllinni. Áætlað er að ferðin að vitanum taki 2 klst með stoppum.  Þar verður tekið á móti okkur með stórveislu hjá Tveim Vitum með miðnætur-fiskréttahlaðborði. Verð fyrir mat er aðeins kr. 1.500.-  en drykkir verða í boði á vægu verði.

Þetta er loka tækifæri á að vera með þar sem þessi ferð er síðasta skipulagða ferðin í vor. Erum við ekki í vafa um að hún toppi allar hinar skemmtilegu ferðirnar okkar.  Við skorum á alla sem eiga þess kost að koma með. Endilega dragið með ykkur vini ykkar frá öðrum félögum.

Tilkynna skal þátttöku til Stefáns í síma 895-6878 eða Haralds i síma 894-1550.