Fréttir

Minnum á skráningar á reiðnámskeið í fullum gangi

Minnum á að skráningar eru í fullum gangi 🙂

Frábærir kennarar í boði :

Ásmundur Snorrason með námskeið helgarnar 16-17 feb og 16-17 mars

Benni Líndal með námskeið helgina 9-10 feb ( örfá sæti laus )

Hámark 8 þátttakendur.

Kennslufyrirkomulag: Fyrri daginn er kennt þannig að tveir og tveir eru saman í tíma, tvisvar sinnum auk eins bóklegs tíma. Hver tími 50 mín. Seinni daginn eru einkatímar og einn bóklegur tími, 40 mínútur hver.

Hanna Magga með námskeið helgarnar 2-3 feb (Fullbókað) og 2-3 mars ( örfá sæti laus )

Hinrik Þór Sigurðsson er með námskeið helgina 23-24 feb 

Hinrik hefur langan bakgrunn í hestamennsku og hefur um árabil starfað sem reiðkennari, þjálfari og fyrirlesari víða um heim og sjálfur náð góðum árangri sem keppnis- og sýningarknapi með fjölda hrossa. Hinrik hefur mikla reynslu af reiðkennslu og er reiðkennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyi og umsjónarmaður Reiðmannsins

skráning á sportfeng.com