Fréttir

Næstu viðburðir ferðanefndar

Kæru Mánafélagar

Við viljum vekja athygli ykkar á komandi viðburðum á vegum ferðanefndar.

Þann 13. mars ætlum við að fylkja liði og fara fyrstu sunnudagsreiðina saman líkt og gert var á síðasta ári. Að þessu sinni ætlum við að hittast kl 14:00 við reiðhöllina. Vonumst til að sjá sem flesta stóra og smáa og ríða út saman.

Þann 24. mars, skírdag, verður Fitja reiðtúrinn farinn. Hittumst spræk við félagsheimilið kl 14:00 og ríðum saman útá Fitjar.

Þann 26. mars, verður riðið að Árnarétt sem er mikið hringlaga hlaðið mannvirki út grjóti og stendur á Miðnesheiði milli Garðs og Sandgerðis . Lagt verður af stað frá reiðhöllinni kl 14:00

Þann 3. apríl efnum við til messureiðar. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni kl 12:30 og riðið að Útskálakirkju í Garði. Þar verður tilbúin rafmagnsgirðing fyrir fákana og kaffisopi fyrir þáttakendur.

Ef til vill tekur barnakór á móti okkur með söng í kirkjunni og heyrst hefur að félagsmaður ætli að fara með ritningalestur.

Þann 9. apríl verður svo hin geysivinsæla kjötsúpureið. Hittumst við reiðhöllina kl 14:00 og ríðum saman að Kothúsum í Garði þar sem bíður okkar rjúkandi kjötsúpa. Í Kothúsum geta gestir svo heilsað uppá hænur og 100 páfagauka.

 

Athygli er svo vakin á fyrirhugaðri sumarferð Mánafélaga. Til stendur að fara Tindfjallahring. Stefnan er sett á 23. júní og ferðin mun standa yfir í 4 daga og 3 gistinætur.

Takmarkaður fjöldi er í þessa ferð en hún verður nánar auglýst síðar.

Takið þessa daga frá fyrir skemmtilega útreiðatúra í góðra vina hópi.

Bestu kveðjur ferðanefnd Mána