Fréttir

Námskeið í boði 2015

á vegum fræðslunefndar

Kæru Mánafélagar.
Eftirfarandi námskeið verða í boði á vegum Fræðslunefndar í vetur: Verð miðast við að fullt verði í námskeiðin.
Jóhann Ragnarsson veður með helgarnámskeið 14.-15. og 21.-22. febrúar. Um er að ræða 4×30 mínútna einkatíma sem hugsaðir eru til að bæta knapa og hest. Hægt að vinna með ákveðin þjálfunaratriði og/eða tilsögn í undirbúningsvinnu fyrir keppnisprógram. Frábært námskeið til að fá góð ráð í byrjun vetrarþjálfunar. Verð 18.000 kr. Skráning hefst 12. janúar hér á Sportfeng.
Sigrún Sigurðardóttir verður með námskeiðið Þor og styrkur. Námskeið ætlað þeim sem eru óöruggir, t.d. byrjendum, knöpum með nýja hesta og/eða bara þeim sem hafa áhuga á góðu námskeiði í skemmtilegum félagsskap. Um er að ræða 8 skipti, kennt er í fjögurra manna hópum, 50 mínútur í senn. Kennt verður á föstudögum og laugardögum og hefst námskeiði 27. febrúar og lýkur 21. mars. Verð 20.000 Skráning hefst 12. janúar hér á Sportfeng.
Anna og Friffi verða með keppnisnámskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta sig og hestinn sinn í keppni. Um er að ræða 6×35 mínútna einkatíma. Í fyrsta tíma er knapinn tekinn upp á video á hestinum sínum og farið yfir þær breytingar sem gera þarf. Í næstu tímum er lögð áhersla á t.d. ásetu, stjórnun, form, takt, hraða og annað sem viðkemur því prógrami sem verið er að æfa. Knapi fær verkefni með sér heim sem þarf að vinna í fyrir næsta skipti. Í síðasta tímanum er aftur tekið video og afraksturinn skoðaður. Kennt verður á mánudögum og hefst námskeiðið 2. mars og lýkur 13. apríl. Verð 25.000 kr. Skráning hefst 12. janúar hér á Sportfeng.
Sylvía Sigurbjörnsdóttir verður með helgarnámskeið 11.-12. apríl og 2.-3. maí. Um er að ræða 4×25 mínútna einkatíma sem hugsaðir eru til að bæta knapa og hest. Unnið verður með ákveðin þjálfunaratriði og/eða tilsögn í undirbúningsvinnu fyrir keppnisprógram. Áætlað verð 23000. Skráning auglýst síðar.

Kveðja,
Fræðslunefnd
Birta og Helga Hildur