Fréttir

Nýr vefur

hjá Hestamannafélaginu Mána

Unnið hefur verið að hönnun og uppsetningu nýrrar heimasíðu hjá okkur undanfarið og eins og þeir sem fylgjast með hafa tekið eftir þá hefur gamli vefurinn legið nyðri um nokkra hríð. Það er vegna bilunar sem varð hjá hugbúnaðar- og vefsíðufyrirtækinu TikkTakk. Sökum þessa tapðist myndasafn, fréttasafn og nýrri fréttir af vefnum en annað efni var komið inn á nýja vefinn ásamt nokkrum eldri fréttum sem eru síðan 2008 eins og glöggt má sjá af dagsetningu fréttanna. Grafík hefur tekið við vefumsjón, hönnun og uppsetningu á þessum glæsilega nýja vef fyrir Mána.

Þessum nýja vef er ætlað að miðla fréttum og upplýsingum frá hestamannafélaginu til félagsmanna sinna og einnig er hægt að fylgjast með viðburðum í nýju viðburðardagatali síðunnar, skoða myndagallerí, setja inn smáauglýsingar ef félagar þurfa að selja eða kaupa. Auðvelt er að setja inn smáauglýsingu á vefinn sem kerfið leiðbeinir þér sjálfkrafa með. Hægt er að setja inn ljósmyndir með smáauglýsingunum og mælum við með því að það sé gert. Ekki má gleyma samskiptamiðlinum Facebook en Máni er nú með nýja “læk” síðu sem tengd er vefnum og við vonum að allir setji “læk” sitt við.

Máni fékk Grafík líka til að setja upprunalega merki félagsins á síðuna og það er frábært að það sé komið í notkun í sinni upprunalegu mynd.

Stjórn Hestamannafélagsins Mána óskar þess að félagsmenn njóti nýja vefsins og noti hann óspart til að miðla upplýsingum frá félaginu.