Fréttir

Öðrum hluta mótaraðar HS Orku og Mána lokið

Föstudaginn 19. febrúar fór fram annar hluti Vetrarmótaraðar HS Orku og Mána en keppt var í smala. Mikil og skemmtileg stemning var í Mánahöllinni og góð þátttaka en almenn ánægja er meðal Mánamanna með nýtt fyrirkomulag á vetrarmótunum.
Til gamans var einnig keppt í bjórtölti en þar var keppt við tímann. Farinn var hringur á tölti með könnu fulla af öli í hendi og markmiðið að komast í mark á sem bestum tíma með sem mest í könnunni. Það voru þau Gunnar Eyjólfsson og Fiðla sem fóru með sigur af hólmi en fast á hæla þeirra voru þær Jóhanna Perla Gísladóttir og Maístjarna.
Farandgripir æskulýðsnefndar í smala voru afhentir í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Í barnaflokki stóð Glódís Líf Gunnarsdóttir efst, Bergey Gunnarsdóttir var efst í unglingaflokki og Jóhanna Perla Gísladóttir í ungmennaflokki.
Í stigakeppninni er það Gunnar Eyjólfsson sem leiðir opna flokkinn með 45 stig, Rúrik Hreinsson er með fullt hús stiga eða 50 stig í minna keppnisvönum og þær Bergey Gunnarsdóttir og Glódís Líf Gunnarsdóttir eru jafnar í flokknum 10-17 ára með 35 stig hvor.
Laugardaginn 5. mars verður þriðja og síðasta keppnin í þessari skemmtilegu mótaröð en þá verður keppt í þrígangi.
Mótanefnd þakkar HS Orku fyrir stuðninginn og öllum þeim félögum sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd mótsins.
Úrslitin úr smala voru eftirfarandi:

Pollaflokkur:
Ásdís Gyða Atladóttir og Ronja frá Kotlaugum
Freyja Kristín Gustavsdóttir og Sokka frá Gaðsá
Viktor Óli og Toppur frá Strönd
Þóra Vigdís Gustavsdóttir og Þruma frá Norðurhvoli
Helena Rán Gunnarsdóttir og Nótt frá Brú

10-17 ára
1. Bergey Gunnarsdóttir og Brunnur frá Brú
2. Glódís Líf Gunnarsdóttir og Atgeir frá Hvoli
3. Ólafur Jóhann Pétursson og Sandra frá Sandgerði
4. Sólveig Rut Guðmundsdóttir og Hervör frá Hvítárholti
5. Hjördís Emma Magnúsdóttir og Hekla

Minna keppnisvanir 18 ára og eldri
1. Rúrki Hreinsson og Flaumur frá Leirulæk
2. Jóhanna Perla Gísladóttir og Maístjarna
3. Linda Sigurðardóttir og Toppur frá Strönd
4. Sigríður Gísladóttir og Glanni
5. Valdís Sólrún Antonsdóttir og Skúmur

Opinn flokkur
1. Gunnar Eyjólfsson og Askja frá Efri-Hömrum
2. Snorri Ólason og Birta Sól frá Melabergi
3. Högni Sturluson og Glóa frá Höfnum
4. Hlynur Kristjánsson og Reyr frá Nýjabæ
5. Jón Steinar Konráðsson og Styrjöld frá Garði