Fréttir

Opið íþróttamót Mána 2018

Helgina 27.-29. apríl verður opið íþróttamót Hestamannafélagsins Mána haldið á Mánagrund í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á flestar hefðbundnar greinar og flokka.

Mótið hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár og vonum við að engin breyting verði þar á þetta árið.

Boðið verður upp á eftirfarandi greinar:

Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 – Tölt T1 – Tölt T2 – Fimmgangur F1 – Gæðingaskeið

1. flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 –  Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

2.flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7 (minna vanir) – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7 (minna vanir) – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 –  Tölt T7 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3 – Tölt T7

100m skeið (flugskeið)

Fimm dómarar munu dæma á mótinu. Skráning er á sportfengur.com en lokað verður fyrir skráningu á miðnætti þriðjudaginn 24. apríl. Skráningargjald er kr. 5000 fyrir hverja grein, 4000 kr. fyrir börn og unglinga.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: mani@mani.is Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst næg þátttaka.

facebook síða viðburðarins

Vonumst til að sjá sem flesta.
Mótanefnd