Fréttir

Opið karla- og kvennatölt Mána

Opið karla- og kvennatölt Mána verður haldið í Mánahöllinni laugardaginn 1. apríl kl.18:00.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
Konur 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Konur 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt, val um hönd.

Karlar 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Karlar 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt, val um hönd

Aldurtakmark í keppni er 22 ár.

Skráningargjald er kr. 3000 kr. Skráning fer fram á Sportfengur.com en síðasti skráningardagur er miðvikudagur 29. mars. Konur velja Tölt T3 sem keppnisgrein á Sportfeng og karlar Tölt T1.

Gómsæt kjúkklingasúpa verður til sölu gegn vægu gjaldi sem og ýmislegt annað góðgæti.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Mótanefnd.