Fréttir

Opnu Íþróttamóti Mána aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa Opnu íþróttamóti Mána sem fara átti fram um helgina. Ekki náðist viðunandi fjöldi skráninga til að mótið gæti farið fram.

Við viljum vinsamlegast biðja keppendur að senda okkur póst með bankaupplýsingum á gjaldkeri@mani.is svo hægt sé að endurgreiða skráningargjöldin.

Við þökkum þeim sem skráðu sig og vonumst til þess að sjá ykkur á opna íþróttamóti Mána 2019.