Fréttir

Óskað eftir þægum hestum fyrir reiðskóla

Reiðskóli Mána óskar eftir þægum hrossum til láns í sumar. Tímabilið er frá byrjun júní fram í ágúst. Ef það stendur til boða að fá hross lánuð hluta til af tímabilinu þiggjum við það.

Þau hross sem eru lánuð í þetta verkefni fá fría beit á Mánagrund fram að áramótum.

Ef þið sjáið ykkur fært að lána hross í þetta verkefni, megið þið hafa samband við Elfu Hrund í síma 846-5003.