Fréttir

Óvissuferð Æskulýðsnefndar 2008

Óvissuferð Æskulýðsdeildar Mána var farin 24.apríl á sumardaginn fyrsta. Þessi ferð var mjög skemmtileg og frábær mæting af börnum, unglingum, ungmennum og foreldrum.

Lagt var af stað frá félagsheimilinu kl 09:15 og var ferðinni haldið á höfuðborgarsvæðið. Það var mikill spenningur í krökkunum og mikið spáð í hvert væri verið að fara. Það fékk enginn að vita neitt fyrr en komið var á áfangastað.

Þegar við komum til Reykjavíkur var byrjað á því að fara í átt að Laugardalnum og var þá mikið spáð í hvort væri verið að fara í Skautahöllinna eða Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Við byrjuðum á því að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þar voru skoðuð öll dýrinn og refirnir þóttu vinsælastir en gröfurnar voru vel nýtar þar sem krakkarnir sýndu hvað þau voru mikir snillingar að grafa. Svo fóru að heyrast raddir þar sem krakkarnir voru orðin svo svöng, það var verið að spá í hvað þau fengu að borða.
Það var tvennt í boði annaðhvort, kjötsúpa eða soðin ýsa. Ekki voru viðtökurnar góðar nema hjá einni sem sagði okkur að amma sín ætti hérna heima rétt hjá og gerði bestu kjötsúpu í heimi og enginn vildi þiggja þennan matseðil. Svo var haldið áleiðis í rútuna og var ferðinni heitið í Macdonals þar sem krakkarnir fengu að velja sér að borða. Þegar allir voru komir upp í rútuna aftur vöknuðu spurningar hvert ætti að fara. Þegar við komum í Öskuhlíðina urðu mikil fagnaðarlæti.
Það var farið í keilu, borðtennis og ýmsa aðra leiki og voru margir snillingar þar á ferð. Eftir að allir voru búnir með sína leiki var ferðinni haldið áfram.

Ekki var auðvelt fyrir okkur að komast frá Keiluhöllinni, þar sem tveim bílum var lagt þannig að rútan komst ekki á milli þeirra. Erfitt var að finna eigendur að bilunum en með hjálp starfsmanns Keiluhallarinnar tókst það að lokum.
Þaðan var farið aftur í Laugardalinn þar sem krakkarnir fóru í Skautahöllinna með miklum fögnuði en við foreldranir og stjórn Æskulýðsnefndar vorum ekki alveg tilbúnin að fara á skauta þar sem sumir höfðu ekki skemmtilega sögu að segja frá og vildu ekki lenda í því aftur, en ekki meira um það, heldur fylgdumst við bara með krökkunum af bekkjunum og vorum með tilbúið nesti þegar hléið kom og var það mikið vel þegið. Eftir miklar og flottar æfingar á skautunum var ferðinni haldið heim og voru allir mjög sáttir með daginn. Þessir elstu í hópnum stungu upp á því að við færum t.d. til Akureyrar næst og myndum gista þar eina nótt vegna þess að sundlaugin þar væri svo frábær eða svo væri sagt. En ekki voru allir sem tóku undir það, sumum fannst það soldið langt að fara, til þess eins að komast í sund.

Æskulýðsnefndin þakkar þessum frábærum krökkunum fyrir skemmtilega ferð.
Myndir koma síðar á heimasíðu Mána.

Æskulýðsnefnd.