Fréttir

Páskaferðir á vegum ferðanefndar Mána

Skírdagur 17. apríl
Áætlað er að fara ríðandi inn fyrir Patterson girðingu frá Mánagrund. Það eru einhverjir ætla sér að keyra hesta upp í Grindavík og ríða þaðan til Keflavíkur.

ATH þessi ferð er algjörlega háð veðurspá og verður nánar tilkynnt á heimasíðu og Facebook Mána ef hún fellur niður
Farið verður frá Grindavík kl. 13.00.
Farið verður frá Mánagrund kl. 14.00.

Laugardagurinn 19. apríl
Farið verður í léttan reiðtúr út í Garð og stoppað út á Garðskaga í hólfi þar sem við höfum aðgang að. Boðið verður upp á bjór, gos og prinspóló gegn vægu gjaldi. Þegar heim er komið, verður boðið upp á kjötsúpu í Reiðhöllinni gegn vægu gjaldi. Fyrir þá sem ætla að versla eru beðnir um að hafa með sér pening bæði út í Garð og í Reiðhöllina. Lagt verður á stað frá Reiðhöllinni kl 14.00.

Við hlökkum til að sjá sem flesta Mánafélaga og eiga góðar stundir saman í sameiginlegum reiðtúrum um Páskana.

Með kveðju frá,
Ferðanefnd Mána.