Fréttir

Reglur í reiðhöllinni

Reglur í Reiðhöllinni
1. Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inná miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.

2. Fetgangur skal riðin á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð.

3. Hægri umferð gildir þegar knapar mætast.

4. Knapi sem ríður bauga á hringnum, eða aðrar hringleiðir inn á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.

5. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inn á miðjum velli nema samkomulag sé um annað milli þeirra sem stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

6. Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.

7. Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.

8. Ekki skal æfa stökk þegar fleiri en 1 eru á vellinum.

9. Hringtaumsvinnu skal eingöngu vinna í hringgerði. Knapi má einungis hafa einn hest inni hjá sér þegar vinna skal í hringgerði. Knapi skal forðast óþarfa hávaða t.d með pískhljóðum sem gætu truflað aðra knapa.

10. Ekki má hafa lausa hesta á vellinum né binda eða geyma hesta þar.

11. Knöpum er skylt að nota hjálma í reiðhöllinni , sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.

12. Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félgasmönnum til er á eigin ábyrgð. Börn undir 18 ára aldri eru á ábyrgð foreldra á vellinum og í húsinu.

13. Hundar eru stranglega bannaðir á vellinum og annars staðar í húsinu.

14. Allir þeir sem nota höllina þurfa að vera félagar í hestamannafélaginu Mána og skuldlausir við félagið.