Fréttir

Reiðnámskeið Hanna Magga

HELGARNÁMSKEIÐ MEÐ HÖNNU MÖGGU

Skráning á Sportfeng

Hanna Magga verður með þrjú helgarnámskeið fyrir áhugasama mánamenn í Mánahöllinni.

Helgin eru eftirfarandi:
12.-13. janúar ( ATH!!! Síðasti skráningadagur er 10. Jánúar)
2.-3. febrúar (Síðasti skráningadagur er 30. janúar)
2.-3. mars (Síðasti skráningadagur er 27. febrúar)

Um er að ræða tveir 45 mínútna einkatímar sem henta öllum knöpum. Hægt er að skrá sig á öll þrjú námskeiðin eða staka helgi. Stök helgi kostar 15.oookr.
Jóhanna Margrét Snorradóttir útskrifaðist sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum árið 2018. Hún starfar við þjálfun og reiðkennslu á Árbakka. Jóhanna hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum en hún mun keppa í meistaradeildinni í ár. Í fyrra sigraði hún með Team Hrímnir liðakeppni KS deildina. Jóhanna Margrét var kjörin efnilegasti knapinn árið 2015 og var hún í 2. sæti á HM í Herning 2015 í slaktaumatölti í ungmennaflokki á Stimpli frá Vatni. Jóhanna Margrét sigraði einnig unglingaflokkinn á LM2011 á Bruna frá Hafsteinsstöðum.