Fréttir

Reiðnámskeið hjá Ása

.

Minnum á !!! síðasti skráningardagur 16 jan

HELGARNÁMSKEIÐ HJÁ ÁSMUNDI ERNI

Skráningar í fullum gangi á Sortfeng
Mikil ánægja var með reiðnámskeiðið hjá Ásmundi Erni í fyrra. Við erum svo heppin að geta boðið aftur upp á þrjú helgarnámskeið hjá Ása í ár.
Helgin eru eftirfarandi:
19.-20. janúar (Síðasti skráningadagur er 16. jánúar)
16.-17. febrúar (Síðasti skráningadagur er 13. febrúar)
16.-17. mars (Síðasti skráningadagur er 13. mars)
Um er að ræða tveir 45 mínútna einkatímar sem henta öllum knöpum. Hægt er að skrá sig á öll þrjú námskeiðin eða staka helgi. Stök helgi kostar 15.oookr.
Ása þarf vart að kynna en hann hefur náð frábærum árangri í tamningu og þjálfun keppnis- og kynbótahrossa. Hann hefur m.a. verið í úrslitum á Landsmótum og Íslandsmótun auk þess að eiga nokkra Íslandsmeistaratitla. Ásmundur hefur vakið athygli meðal annars á hestunum Rey frá Melabergi og Speli frá Njarðvík en þeir Ásmundur og Spölur voru í landsliði Íslands 2017 í Oirschot þar sem þeir voru í úrslitum í bæði tölti og fjórgangi.