Fréttir

Reiðnámskeið hjá Ásmundi Erni

Ásmundur Ernir Snorrason verður með reiðnámskeið fyrir áhugasama Mánamenn í Mánahöllinni á nýju ári.  Um er að ræða einkatíma sem henta öllum knöpum, sex skipti, 20.-21. janúar, 17.-18. febrúar og 17,-18. mars, verð 47.000 kr. Ása þarf vart að kynna en hann hefur náð frábærum árangri í tamningu og þjálfun keppnis- og kynbótahrossa. Skráning er hafin og fer eingöngu fram hér:  http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd

Birta og Helga Hildur