Fréttir

Reiðnámskeið hjá Eyrúnu Ýri

Reiðnámskeið hjá Eyrúnu Ýri

Eyrún Ýr Pálsdóttir verður með helgarnámskeið 11.-12. apríl og 2.-3. maí. Um er að ræða 4×30 mínútna einkatíma sem hugsaðir eru til að bæta knapa og hest. Unnið verður með ákveðin þjálfunaratriði og/eða tilsögn í undirbúningsvinnu fyrir keppnisprógram, allt eftir óskum knapans. Verð kr. 25.000.
Skráning fer fram hér á Sportfeng og hefst mánudaginn 23. mars.

Fræðslunefnd,

Birta og Helga Hildur