Fréttir

Reiðnámskeið hjá Hinrik Þór Sigurðssyni 23-24 feb

Helgina 23-24 febrúar verður Hinrik Þór Sigurðsson með reiðnámskeið.

Hinrik Þór er hestamönnum að góðu kunnur. Hinnrik hefur langan bakgrunn í hestamennsku og hefur um árabil starfað sem reiðkennari, þjálfari og fyrirlesari víða um heim og sjálfur náð góðum árangri sem keppnis- og sýningarknapi með fjölda hrossa. Hinrik hefur mikla reynslu af reiðkennslu og er reiðkennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyi og umsjónarmaður Reiðmannsins

Á laugardeginum verða tveir og tveir saman tvisvar sinnum yfir daginn og bóklegur tími í hádeginu frá kl 12-13

Á sunnudeginum verða svo einkatímar

Skráning hafin á Sportfeng verð 18.000 kr

Nánari upplýsingar hjá Ástu 898-0507 eða Franzisku 898-5281