Fréttir

Reiðtúr 1. maí

Föstudaginn 1. maí ætlar ferðanefnd Mána að fara ríðandi í Stekkjakot í Njarðvík (við Víkingaheima), vonandi  í góðu veðri.  Lagt verður af stað frá félagsheimilinu kl. 15.30 stundvíslega.  Í Stekkjakoti ætlum við að grilla hamborgara (140gr.) með ýmsu örðu góðgæti og auðvitað drykk með.  Þeir sem ekki geta verið með í reiðtúrnum geta þá bara komið akandi til að vera með. Verðið er kr. 1.500.-  Vonum að sem flestir mæti og það væri mjög æskilegt að fólk skráði þátttöku til að tryggja að það sé nóg að borða fyrir alla.  Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Stefáns í

síma 895-6878 fyrir hádegi á fimmtudaginn 30. apríl.