Fréttir

Reiðtúr á Þingvöllum

Hestar og hestamenn með rekstur á Reykjanesi. ©axeljón

Ferðanefnd ætlar að standa fyrir skemmtilegum reiðtúr um skógargötur Þingvalla undir leiðsögn Stefáns Braga sem þekkir leiðina vel. Planið er að hittast á Skógarhólum klukkan 13:00 og ríða þaðan góðan hring á Þingvöllum. Eins og alltaf er skemmtilegast þegar veður er sem best og ætlum við því ekki að festa ferðina á laugardaginn eins og til stóð þar sem veðrið gæti jafnvel verið betra á mánudaginn, annan Í Hvítasunnu. Fylgjumst með spánni og látum vita í tíma.

Hlakka til að sjá sem flesta