Fréttir

Reiðtúrar um páskana

Kæru félagar.

Nú eru páskarnir á næsta leiti og því tímabært að huga að páskatúrunum.

Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag, verður riðið að Fitjum. Lagt verður af stað frá Mánahöllinni stundvíslega kl. 14:30.

Laugardaginn 4. apríl verður riðið að Kothúsum en þar verður boðið upp á rjúkandi kjötsúpu gegn vægu gjaldi, 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn.  Börnin fá að skoða gárasafn, íslenskar hænur og silkihænur. Lagt verður af stað frá Mánahöllinni stundvíslega kl. 15:00.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Ferðanefndin