Fréttir

Riðið í Sandgerði

Samkvæmt dagskrá hefur Ferðanefnd Mána skipulagt ferð í Sandgerði laugardaginn 16. maí. Guðrún (Dódó) og Kjartan ætla að taka á móti okkur. Girðing verður klár fyrir hestana hjá Maríusi meðan á heimsókninni stendur. Boðið verður upp á grillaðar lambalærissneiðar og meðlæti ásamt 1 gos, verðið er kr. 1.500.-
Ef einhverjir vilja bauka þá verða þeir í boði gegn vægu gjaldi. Lagt verður af stað frá Reiðhöll Mána kl. 16:00, reiknað er með að koma til baka um kl. 20:00.
Mjög nauðsynlegt er að allir skrái þátttöku til að það verði nægur matur fyrir alla.
Skráning er hjá Stefáni í síma 895-6878. Vonandi sjá sem flestir sér fært að vera með í þessari skemmtilegu ferð, það er gaman að vera saman.