Fréttir

Riðið til fjár

Núna er komið vor, þó það hafi snjóað í nótt þá er samt komið vor samkvæmt dagatalinu. Núna gefst Mána félögum tækifæri að fínstilla sig fyrir “Riðið til fjár”.
Riðið er út í Skeifu í gegnum Grundina. Búið er að taka tímann og er tíminn geymdur í lokuðu umslagi og verður það opnað á sunnudaginn 6. Maí klukkan 14:00 í beinni útsendingu á FB.
Settur verður upp viðburður á FB sem Mána félagar skrá sig á og geta þá sent inn til mín SMS í s.833-6310 eða PM svo allir geti sent inn leynilegar niðurstöður sínar. 500kr er gjaldið til að vera með og sigurvegarinn hlítur allt verðlaunaféð. Skorað er á að allir verði með og hafi gaman af því ríða saman út á okkar frábæru reiðstígum og njóti góða veðursins.

Facebooksíða viðburðarins

Áfram Máni

Ferðanefndin