Fréttir

Saga Mána

Kæru Mánafélagar nú er að hefjast vinna við ritun sögu Hestamannafélagsins Mána. Í tengslum við þá vinnu þá vantar okkur aðstoð ykkar. Við viljum því biðja ykkur um að hafa samband við okkur ef þið eigið gamlar og jafnvel nýlegar myndir úr starfi félagsins sem gætu komið að notum við þessa vinnu. Ef þið eigið myndir endilega hafið þá samband við Jóhannes Sigurðsson í síma 896-1721.