Fréttir

Sigrún Sigurðardóttir með reiðnámskeið

Sigrún Sigurðardóttir verður með reiðnámskeið í mars og apríl. Námskeið ætlað þeim knöpum sem eru óöruggir, t.d. byrjendum, knöpum með nýja hesta og/eða bara þeim sem hafa áhuga á góðu námskeiði í skemmtilegum félagsskap. Um er að ræða 6 skipti, kennt er í fjögurra manna hópum, 50 mínútur í senn. Kennt verður á fimmtudögum og föstudögum og hefst námskeiði 16. mars og lýkur 26. apríl. Kennt verður föstudagana 16. og 23. mars og fimmtudagana 5., 12., 19. og 26. apríl.

Verð kr. 22.000 Skráning hér