Fréttir

Sjálfboðaliðar á Landsmóti

Ágætu Mánamenn!

Við hjá Landsmóti leitum að kröftugum sjálfboðaliðum til að hjálpa okkur að gera Landsmót í Reykjavík að því flottasta hingað til! Það er mikilvægt að ná að manna alla þætti mótsins og því leitum við til ykkar hestamanna í von um góð viðbrögð.

Við bjóðum þeim sem vilja hjálpa okkur þrennskonar möguleika á vöktun gegn þrennskonar tegundum af aðgöngumiðum:

  • Ein 6 tíma vakt : Dagmiði sem gildir einn dag milli fimmtudags til sunnudags
  • Tvær 6 tíma vaktir : Helgarpassi frá fimmtudegi til sunndags
  • Þrjár 6 tíma vaktir : Vikupassi á Landsmót

Þeir sem hafa áhuga, endilega hafið samband til Thelmu Harðardóttur, thelma@landsmot.is