Fréttir

Smali – Vetrarmótaröð HS Orku og Mána

Smali – Vetrarmótaröð HS Orku og Mána

Vetrarmótaröð HS Orku og Mána heldur áfram laugardaginn 18. febrúar. Keppt verður í smala og fer mótið fram í Mánahöllinni. Skráning fer fram í höllinni föstudaginn 17. febrúar frá kl. 17:00-18:00. Skráningargjald er kr. 1500. Ráslistar og staðfestar tímasetningar verða birtar á heimsíðunni og á Facebook á föstudagskvöld. Mótið er fyrir skuldlausa Mánafélaga.

Boðið er upp á eftirfarandi flokka:
Pollaflokkur, teymdir
Pollaflokkur, ríðandi
10-17 ára börn/unglingar
Minna keppnisvanir, 18 ára og eldri
Opinn flokkur, 18 ára og eldri

Æskulýðsbikar í smala verður veittur þeim einstaklingum sem ná besta tíma í barnaflokki, unglilngaflokki og ungmennaflokki.

 DRÖG að dagskrá

Kl. 17:00
Pollaflokkur, teymdir
Pollaflokkur, ríðandi
10-17 ára

Kl. 18:00
Minna keppnisvanir
Opinn flokkur

Að móti loknu verður keppt í bjórreið. Riðin verður létt þrautabraut á milli keila og til baka. Besti tími gildir 1/3 og magn í könnu 2/3. Aldurstakmark í bjórreiðina er 20 ár, skráningargjald er kr. 1000. Ath. að bjórreið gefur ekki stig í mótaröðinni.

Pizza, gos og bjór verður til sölu gegn vægu gjaldi frá kl. 18:00 á mótsdag. Pizzasneið kr. 300, gos kr. 200 og bjór kr. 500.

Æfingar fyrir smala

Þrautabrautin í smala verður sett upp um hádegi á föstudag og verður uppi þann dag. Leiðbeiningar má finna á veggjum hallarinnar.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Kveðja,
Móta- og æskulýðsnefnd