Fréttir

Sumarferð 18. júní

á vegum Ferðanefndar

Hestaferð Mánafélaga

Ferðanefnd hefur skipulagt 4 daga hestaferð í sumar. Ferðin byrjar 18. júní frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð en þaðan er riðið að Fossi (ca. 30 km.) og gist þar. Næsta dag er farið að Hungurfiti (ca. 20 km.) og gist. Þriðja daginn er riðið að Einhyrningi (ca. 20 km.) og gist þar. Síðasti daginn er riðið að Eyvindarmúla (ca. 20 km.)
Kostanður er kr. 50.000 pr. mann en 20% afsláttur er fyrir börn 12 ára og yngri.
Innifalið er: Öll gisting, fararstjórn, pláss og hey fyrir hestana og allur matur.
Þeir sem vilja geta fengið lánaða hesta og reiðtygi sér að kostnaðarlausu.
Hægt er að útvega bíl til að flytja hestana í Eyvindarmúla (minnst 10 stk.) og er verðið 10.000 pr. hest.
Þar sem panta þarf pláss í skálum þarf að skrá sig fyrir 15. mars og greiða staðfestingargjald kr. 15.000 sem er óafturkræft. Það er takmarkaður fjöldi sem kemst að en það er 20 manns.
Fyrstur kemur fyrstur fær.
Þetta er skemmtileg ferð og þurfa Mánamenn bara að hafa með sér góða skapið og njóta samverunnar.
Skráning er hjá Stefáni í síma 895-6878

Ferðanefnd Mána,
Kristmundur, Halli, Hansi, Jónas og Stefán