Fréttir

Þjálfun alhliða hestsins með Sigga Matt

Þjálfun alhliða hestsins – Sigurður V. Matthíasson

Áttu alhliða hest sem þig langar að ná betri tökum á? Þá máttu ekki missa af einstöku tækifæri til að læra af tvöföldum heimsmeistara í fimmgangi, Sigurði Vigni Matthíassyni. Siggi verður með fróðlegan og hnitmiðaðan fyrirlestur þar sem hann fer yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við þjálfun alhliða hesta. Einnig seilist hann í fjársjóðskistu sína og ljóstrar upp leyndarmálum við að gera góðan hest að gæðingi, hvort sem hann á að verða reiðhestur eða keppnishestur.

Fyrirlesturinn verður í félagsheimilinu  þriðjudaginn 15. mars og hefst kl. 20:30. Í kjölfarið svarar Siggi að sjálfsögðu fyrirspurnum.

Aðgangseyrir er kr. 1000.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja,

Fræðslunefnd