Fréttir

Þorrareið

Kæru Mánafélagar.
Við í ferðanefnd Mána óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum allar frábærar samverustundir á liðnu ári. Við hlökkum mikið til allra ferðanna sem við ætlum að fara í á árinu.
Fyrsti skipulagði reiðtúrinn á vegum ferðanefndar er Þorrareið laugardaginn 21. janúar. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni stundvíslega kl 14:00 og riðið að Kletti. Á áfangastað verður hákarl, síld og fleira góðgæti í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur í þorrareið