Fréttir

Umhverfisdagur

Gámadagar hjá Mána

Laugardaginn 3.mars n.k. milli kl. 10 og 14 verður tiltektardagur hjá félaginu.

Ætlunin er að hittast við reiðhöllina kl.10 og taka til  í kringum höllina, tína rusl við reiðvegi og girðingar. Ruslapokar verða til taks í höllinni.

Gámar verða á svæðinu sem ætlaðir eru félagsmönnum eingöngu fyrir sorp, timbur og plast sem til fellur úr hesthúsum í hverfinu. Munið að flokka plast frá venjulegu rusli.

Athugið að ekki er í boði að koma með heimilisrusl til að henda í gámana.

Að lokinni tiltekt verða grillaðar pylsur fyrir þátttakendur tiltektardagsins.

Við hvetjum félagsmenn til nýta tækifærið og taka til í hesthúsum, gerðum og umhverfi sínu.

Vonumst til að sjá sem flesta á laugardaginn.

Stjórnin