Fréttir

Upplýsingar frá fræðslunefnd

Minnum á, skráningar í fullum gangi á Sortfeng 🙂

Reiðnámskeið á vegum fræðslunefndar hestafélags Mána

 

Þá erum við komin með staðfestingu frá þremur kennurum fyrir árið 2019

Þau eru:

Jóhann Margrét Snorradóttir sem er mörgum kunnug fyrir afrek sín í hestaíþróttinni hún verður með þrjú helgarnámskeið og eru þau eftirfarandi:

12-13 jan

2-3 feb

2-3 mars

Hægt verður að skrá sig á öll þrjú námskeiðin eða staka helgi. Stök helgi kostar 15.000 kr

Ásmundur Ernir Snorrason er sömuleiðis kunnugur fyrir afrek sín í hestaíþróttinni og námskeið sem haldið var fyrr á þessu ári, hann verður með þrjú helgarnámskeið og eru þau eftirfarandi:

19-20 jan

16-17 feb

16-17 mar

Hægt verður að skrá sig á öll þrjú námskeiðin eða staka helgi. Stök helgi kosta 15.000 kr

 

Benedikt Líndal Tamningameistari verður með 2ja daga helgarnámskeið  helgina 9-10 febrúar

Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt. Verð er 25.000 kr

Hámark 8 þátttakendur.

Skráningar í fullum gangi á Sportfeng