Fréttir

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Mána 2014

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Mána 2014 verður haldin þann 22 nóvember í Mánahöllinni milli kl 14-16.
Það er ljóst að krakkarnir í Mána sem hafa tekið þátt í öllum okkar viðburðum hafa tekið miklum framförum, þau eru búin að styrkjast sem knapar og hestamenn í víðum skilningi. Veitt verða verðlaun fyrir ýmsan árangur.

Jólastemming á staðnum, piparkökumálning í boði, kaffi og veitingar