Fréttir

Varðandi beitarhólf

grasið grænt

Mánafélagar athugið

Samkvæmt samningi sem félagið er með við Reykjanesbæ þá hefur félagið umráðarétt  yfir svæðinu Mánagrund. Það telur meðal annars auð svæði, keppnissvæði og beitarhólf.

Frá og með maí 2016 verður óheimilt að girða auð svæði á Mánagrund til beitar, hvort sem er til bráðabirgða eða langframa.

Reiðskólinn hjá Önnu Laugu hefur þó heimild fyrir bráðabirgðagirðingum frá 1.júní – 31.ágúst ár hvert.

Eins og félagar væntanlega vita hafa verið umræður um að félaginu vanti beit og til stæði að taka niður allar girðingar aftan við hesthúsin. Ekki verður af því að þessu sinni en hins vegar hefur stjórnin samþykkt að taka gjald fyrir hvert girt hólf sem hesthúseigandi þarf að greiða frá og með vorinu 2017.

Stjórn Mána vill vinsamlegast biðla til félagsmanna sem hafa aðgang að beit en hafa ekki hugsað sér að nota hana að skila beitinni inn til stjórnar svo hægt sé að úthluta til annarra félagsmanna sem vantar beit í stað þess að ráðstafa því sjálfir.

Með von um góð viðbrögð.

Stjórn Mána