Fréttir

Varðandi mengun United Silicon og starfsleyfi Thorsil í Helguvík

Eins og félagar hafa kannski orðið varir við þá er nú risinn hluti af kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar Reykjanesbæjar hafa orðið varir við megnan útblástur frá verksmiðjunni en einungis er búið að kveikja á einum ofni af að minnsta kosti fjórum ofnum.

Eins og flestir vita þá stendur til að reisa kísilverksmiðju Thorsil á sama bletti og hefur Umhverfisstofnun auglýst starfsleyfi hennar. Hægt er að skila inn athugasemdum varðandi starfsleyfið til 2.janúar 2017. Sjá nánar hér: Starfsleyfistillaga-fyrir-Thorsil-ehf

Hægt er að skrifa undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfsstofun um að rifta samningum við Thorsil á þessum tengli: https://www.change.org/

Einnig er hægt að senda inn athugasemd við starfsleyfið með því senda póst á ust@ust.is eða senda inn athugasemd á eftirfarandi tengil: https://ust.is/hafa-samband/

Athugið að einungis er hægt að mótmæla starfsleyfinu fyrir 2. janúar nk.

Ef fók vill senda athugasemdir varðandi lyktar- eða rykmengunar frá United Silicon þá er hægt að nota sama netfang og tengil hjá UST og gefið er upp hér að ofan.