Fréttir

Vetrarmót laugardaginn 7. febrúar

Mánaþing 2014

Minnum á fyrsta vetrarmót Mána. Mótið hefst í Mánahöllinni  kl. 13:00 en þá verður teymt undir pollum og kl. 13:15 eru ríðandi pollar.

Kl. 14:00 hefst keppni á hringvellinum í þessari röð:

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Kvennaflokkur

Opinn flokkur.

Mótið er ætlað skuldlausum félögum í Hmf. Mána. Hver keppandi má aðeins skrá sig í einn flokk. Skráningagjald er 1000 kr.  og mun Helga Hildur taka við skráningum og greiðslum frá kl. 12:30 í Mánahöll.

Mótanefnd vonast til að sjá sem flesta.