Fréttir

Vetrarmótaröð HS Orku lokið

Laugardaginn 11. mars fór fram þriðji og síðasti hluti vetrarmótaraðar HS Orku og Mána. Keppt var í þrígangi en sýna átti tölt, brokk og stökk. Þátttaka var með ágætum og veðrið lék við hesta og menn. Verðlaunaafhending fór fram í reiðhöllinni að móti loknu en einnig voru veitt verðlaun fyrir stigakeppni úr öllum mótum mótaraðarinnar. Mótanefnd þakkar HS Orku fyrir stuðninginn, dómurum fyrir góð dómstörf og öllum þeim sem hjálpuðu til með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir.

Úrslit:
10-17 ára:

1. Signý Sól Snorradóttir og Glói frá Varmalæk

2. Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum

3. Bergey Gunnarsdóttir og Gimli frá Lágmúla

4. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir og Skálmöld frá Eystra Fróðholti

5. Klara Penalver Davíðsdóttir og Sváfnir frá Miðsetju

6. Helena Rán Gunnarsdóttir og Kornelíus frá Kirkjubæ

7. Sólveig Rut Guðmundsdóttir og Hervör frá Hvítárholti.

Stigakeppni:

1. Glódís Líf Gunnarsdóttir

2. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

3. Signý Sól Snorradóttir

 

Minna keppnisvanir:

1. Hlynur Kristjánsson og Neisti frá Háholti

2. Andri Kristmundsson og Svartur frá Sauðárkróki

3. Sandra Ósk Tryggvadóttir og Kiljan frá Lágafelli

4. Pálmfríður Gylfadóttir og Smári frá Skrúð

5. Elfa Hrund Sigurðardóttir og Riddari frá Ási.

Stigakeppni:

1. Sandra Ósk Tryggvadóttir

2. Andri Kristmundsson

3. Hlynur Kristjánsson

 

Opinn flokkur:

1. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Töffari frá Hlíð

2. Birta Ólafsdóttir og Ófeigur frá Þingholtum

3. Högni Sturluson og Ýmir frá Ármúla

4. Ólafur Róbert Rafnsson og Viljar frá Vatnsleysu

5. Úlfhildur Sigurðardóttir og Sveifla frá Hóli

Stigakeppni:

1. Högni Sturluson

2. Úlfhildur Sigurðardóttir

3. Ólafur Rafn Róbertsson