Fréttir

Vetrarmótaröð HS Orku og Mána

Vetrarmótaröð HS Orku og Mána hefst laugardaginn 28. janúar. Fyrirkomulagið verður með sama hætti og í fyrra en mótin verða þrjú; töltmót, smali og þrígangur. Knapar safna stigum á hverju móti fyrir sig en efstu fimm sætin í hverjum flokki gefa stig.

1.sæti gefur 25 stig, 2. sæti gefur 20 stig, 3. sæti gefur 15 stig, 4. sæti gefur 10 stig og 5. sæti gefur 5 stig. Við lok mótaraðar verða veitt verðlaun fyrir þrjá stigahæstu knapana í hverjum flokki. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í öllum mótunum til að vera með, taka má þátt í stökum mótum.

28. janúar: Töltkeppni – hægt tölt og fegurðartölt

18. febrúar: Smali

11. mars: Þrígangur – tölt (frjáls ferð), brokk (frjáls ferð) og hægt íþróttastökk, tveir til þrír inni á vellinum í einu.

HS Orku vetrarmótaröðin – 28. janúar, tölt

Dagskrá:

Í Mánahöll

kl. 13:00 – Pollaflokkur, teymdir

kl. 13:10 – Pollaflokkur, ríðandi

 

kl. 14:00 Keppnisvöllur (ef veður leyfir)

10-17 ára börn/unglingar

Minna keppnisvanir, 18 ára og eldri

Opinn flokkur, 18 ára og eldri

Mótið er ætlað skuldlausum félögum í Mána. Hver keppandi má aðeins skrá sig í einn flokk. Skráning fer fram í Mánahöllinni  frá kl. 12:45-13:30. Skráningargjald er krónur 1.500 og greiðist við skráningu. Minnum á að reglur um íþróttakeppni gilda á vetrmótunum.

Vonumst til að sjá sem flesta og munum að hafa gaman saman

Kveðja,

Mótanefnd (Bjarni, Helga Hildur, Haukur og Ásta Pálína)