Fréttir

Vetrarmótaröð HS Orku og Mána – Þrígangur

Vetrarmótaröð HS Orku og Mána – þrígangur

Þriðja og síðasta mótið í vetarmótaröð HS Orku og Mána fer fram laugardaginn 5. mars. Að þessu sinni verður keppt í þrígangi; tölt (frjáls ferð), brokk (frjáls ferð) og hægt íþróttastökk. Tveir til þrír keppendur verða inná í einu. Við stefnum á að halda mótið úti en færum það að sjálfsögðu inn ef þarf. Skráning á mótið fer fram í reiðhöllinni á laugardag frá kl. 11:30-12:30 og er skráningargjald kr. 1.500. Ráslistar verða hengdir upp í reiðhöll að skráningu lokinni. Minnum á að reglur um íþróttakeppni gilda á vetrmótum.

Mánahöll

Kl. 11:30-12:30 – Skráning

Kl. 13:00 Pollaflokkur – teymdir

Kl.  13:15 Pollaflokkur – ríðandi

Hrngvöllur (ef veður leyfir)

Kl. 14:00

10-17 ára

Minna keppnisvanir 18 ára og eldri

Opinn flokkur 18 ára og eldri

 

Verðlaunaafhending fyrir þrígangsmótið sem og mótaröðina fer fram í reiðhöllinni að móti loknu.

 

Vonumst til að sjá sem flesta og munum að hafa gaman saman.

Kveðja,

Mótanefnd (Bjarni, Helga Hildur og Ólöf Rún)