Fréttir

Worldfengur og félagsgjöld

Kæru félagar

Félagsgjöld Mána voru send út í heimabanka félagsmanna í byrjun janúar. Eindagi gjaldanna var 1. mars síðastliðinn. Félagsgjöldin skipta félagið miklu máli og vegna þess vill stjórn Mána hvetja félagsmenn sem eiga gjaldfallin félagsgjöld til að greiða sem fyrst.

Stjórn Mána vill jafnframt þakka þeim sem nú þegar hafa greitt félagsgjöldin.

Allir skuldlausir félagsmenn í Mána geta fengið aðgang að Worldfeng frítt (en árgjaldið er annars um 18 þús). Allt sem þarf að gera er að vera skuldlaus við Mána og senda okkur póst á gjaldkeri@mani.is og þá fær viðkomandi tölvupóst þar sem hægt er að útbúa aðgangs- og lykilorð.
Stjórn Mána