Fréttir

Ýmislegt

Mánudagspistill formanns

Helgin , tapað fundið og peysur

Um helgina var riðið í Vogana og hangikjöt etið með Grindvíkingum og Vogamönnum , mér er sagt að þetta hafi verið frábær túr og mjög samhentur og tókst túrinn víst í alla staði vel.

Vogamönnum eru þakkaðar frábærar móttökur.

Einnig var um helgina Firmamót Mána sem tókst vel þó veðrið væri ekki með okkur, gárungarnir segja að ef sumarið verður eins þurrt og síðasta sumar væri sniðugt að Máni haldi nokkur mót þá rignir pottþétt.

Kaffihlaðborðið var frábært að vanda og veisluborðið svignar alltaf meira með hverju árinu , konurnar eiga heiður skilinn fyrir framtakið

Ég var beðinn að koma á framfæri nokkrum hlutum:

Á kaffihlaðborðinu eftir Firmakeppnina í gær fór einhver óvart heim í vitlausum reiðskóm,
stærðin er ca 39-40 og er sá óheppni beðinn að hafa samband við Erlu Valgeirs í s:896 5595

Nokia Gsm sími tapaðist á Mánagrundinni , þetta er Nokia 2630 og poppaði úr vasa einhvers staðar á grundinni ef einhver skyldi finna hann endilega hafið samband við Kristínu í síma 864-1222

Einhverjar spurningar hafa vaknað vegna myndanna að erfitt sé að finna myndir eins og frá Íþróttamótinu, best er að fara inn á Myndir hér til vinstri og fletta þar.
Einnig væri gaman ef fleiri myndu senda mér myndir frá uppákomum félagsins vegna þess að ég er ekki sá duglegasti með vélina.
Það eru komnar inn nýjar myndir frá folaldasýningunni og kvennareiðin er á leiðinni inn en Ransý sendi mér helling af myndum þaðan.

Einnig vil ég árétta að reiðhöllin er ekki lengur frí til afnota fyrir félagsmenn Mána. En fólk getur örugglega samið um að fá hana leigða hjá Vigni 897-7015

Mér var bent á í gær að sniðugt gæti verið að panta peysur á þá félagsmenn sem vilja , en þá er verið að tala um peysur eins og krakkarnir fengu í fyrra, með Mána merki , nú ætla ég að taka saman smá lista og panta fyrir sumarið , þeir sem hafa áhuga geta sent email á formadur@mani.is og sagt mér stærð og fjölda peysa og ég skal sjá um að panta peysur og merkingar

kv
Guðbergur Reynisson
Formaður Mána