Hestaþing Mána og Brimfaxa - úrtaka fyrir Landsmót
Hestaþing Mána og Brimfaxa - úrtaka fyrir Landsmót verður haldið að Mánagrund miðvikudaginn 5.júní 2024.
Reiknað er með að byrja mótið um kl.17.30-18.00, fer eftir skráningu.
Forkeppni, seinni umferð og úrslit verða riðin sama kvöld.
Skráning er hafin á Sportfeng en henni lýkur á miðnætti sunnudaginn 2.júní.
Slóð á skráningarsíðu:
Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr.5000 en kr.4000 fyrir börn og unglinga.
Gjald fyrir seinni umferð úrtöku kr.5000, skráð á staðnum strax eftir fyrri umferð.
Árangur úr fyrri umferð gildir til úrslita.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
Pollar teymdir - frítt (skráð á staðnum)
Pollagæðingakeppni - börn 9 ára og yngri skráningargjald 1500kr, skráð í Sportfeng
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
B-flokkur ungmenna
A-flokkur opinn flokkur - gæðingaflokkur 1 í Sportfeng
A-flokkur áhugamanna - gæðingaflokkur 2 í Sportfeng (tölt, brokk og skeið)
B-flokkur opinn flokkur - gæðingaflokkur 1 í Sportfeng
B-flokkur áhugamanna - gæðingaflokkur 2 í Sportfeng (hægt tölt, brokk og yfirferðar tölt)
Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.
Vert er að geta þess að félagsmenn þurfa að
vera skuldlausir við félagið sitt til að taka þátt í mótinu og hestar skulu vera í eigu viðeigandi félagsmanns/manna.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Mána og Brimfaxa
Comments